Thursday, July 5, 2012

Tvö ókeypis öpp

Video Star
videostarapp.com
Verð: 0 kr (júlí 2012)


Þetta app er í raun bráðsniðugt. Þú getur á einfaldan hátt búið til tónlistarmyndband. Forritið notast við tónlistarsafnið í pöddunni og þú getur bætt kvikmynd ofan á hvaða lag sem er. Allskyns útlitsbrellur eru ennfremur í boði.

Auk þess augljósa að gaman er að taka mynd af sjálfum sér eða vinunum „syngja“ og dansa þá má nota appið í allskyns skólaverkefni. Hér er t.d. dæmi um íslenskuverkefni:



Hér var lagt upp með stælingu á myndbandinu við Subbterranian Homesick Blues eftir Bob Dylan.

Auðvelt er að finna lög með félagsfræðilegt inntak og krefja nemendur um myndræna túlkun eða útfærslu. 

Og svo er ekkert sem segir að myndböndin þurfi að vera gerð við tónlist. Það er hægur vandi að nota talmál og búa til myndefni ofan á það. Slík verkefni mætti gera í hvaða fagi sem er.


Verð: 0 kr (júlí 2012)



Þau verða ekki mikið einfaldari öppin. Hér lærir nemandinn að áætla tíma og þjálfast í tímatöku í huganum. 

No comments:

Post a Comment