Thursday, May 10, 2012

Rafrænar innlagnir aðgengilegar nemendum



Með heimasíðunni educreations.com ásamt tilheyrandi Ipad-forriti (appi) er mögulegt að búa til rafrænar innlagnir á hvíta töflu sem eru mjög aðgengilegar fyrir nemendur. Þá hefur framkvæmdin við að búa þær til aldrei verið auðveldari.

 Það tekur jafn langan tíma að búa til stærðfræðiinnlögn með einu dæmi, setja hana á netið á sérstakan stað sem aðeins er opin meðlimum í bekknum þínum, eins og það tekur að reikna það á blað. Um leið og því er lokið getur nemandi þinn hvar sem hann er staddur í heiminum horft og hlustað á visku þína.

Það er hægt að horfa á innlagnirnar í öllum tækjum sem komast á netið en einungis hægt að búa þær til með I-pad.

 Víðir þórarinsson, stærðfræðikennari

No comments:

Post a Comment