Wednesday, February 22, 2012

Að nota iBooks sem glósutæki/verkefnabók.



Hér er hugmynd að glósutækni og vinnubókargerð fyrir iBooks með því að nota iBooks Author.

Þótt iBooks og iBooks Author séu bæði ókeypis forrit þarf að nota Apple-tölvu til að nota það síðarnefnda. Það keyrir hvorki á iPad né öðrum tölvustýrikerfum en MacOSX.


Glósugerð:

Gallar: iBooks býður hvorki upp á hljóðglósurmyndir/teikningar. Það er textaforrit. 
Kostir: Glósugerð er mjög skilvirk og hröð og upprifjunarmöguleikar eru góðir.

Dæmi um notkun:

Nemandi getur valið um að undirstrika aðalatriði í texta eða nota yfirstrikunarpenna (5 litir).



Það tekur augnablik að merkja við atriði, maður dregur einfaldlega fingur yfir textann sem maður vill merkja.

Texti sem svona er merktur færist í sérstakt glósusafn sem kalla má fram með einum hnappi:



Athugið: Þessar glósur er ekki hægt að senda sér eða öðrum öðruvísi en sem myndir af heilum síðum. Það virðist gegna því hlutverki að maður geti ekki afritað bækur með því að merkja þær og senda.

Allar glósur sem maður skrifar sjálfur getur maður sent sér. Þær skrifar maður inn í forritið og tengir við yfirstrikun eða undirstrikaðan texta:



Glósur birtast sem litlir miðar á spássíum.



Og birtast í glósusafni með tilheyrandi texta.



Þær má einnig kalla upp sem minnismiða með texta bókarinnar á framhlið og eigin athugasemdum á bakhlið. Það er kjörið að nota til að rifja upp aðalatriði fyrir próf eða til að svara spurningum.


Vinnubók:

Það gefur auga leið að maður getur notað glósutæknina til að búa til vinnubók. Nóg er að setja spurningar inn í bók (eða sérstaka vinnubók) og nemendur svara skriflega og senda kennara í tölvupósti eða sem skjámyndir.



Svör send sem tölvupóstur (spurningar fylgja ekki)

Svör send sem mynd í tölvupósti (spurningar fylgja)


Ef vinnubókin á fyrst og fremst að nýtast nemanda sjálfum er hægt að nýta sér innbyggðar spurningavélar í iBooks Author. Þar getur nemandinn séð hversu vel hann kann efnið jafnóðum:


Grundvallarspurningin:


Hvernig nýtist þessi glósutækni nemendum ef kennarinn lætur þá ekki fá bækur á iBooks formatti?


Svar: Þessi glósutækni hentar vafalaust einhverjum ekki. En hún getur vel hentað mörgum. Ef nemendur hafa sjálfir aðgang að iBooks Author tekur þá ekki nema augnablik að breyta t.d. pdf skjali í iBooks-skjal. Við það opnast allir möguleikar forritsins. Ef þeir hafa aðgang að ólæstum kennslubókum á rafrænu formi geta þeir með því að nota Apple-tölvu búið til sínar eigin útgáfur af einstökum köflum, myndskreytt eftir eigin áhuga og þörfum. 

Sem hreint og klárt glósutæki eru mörg öpp betri og fjölhæfari. En kennarar sem á annað borð ætla að nota iPad í kennslu ættu að hugleiða það mjög vel að búa til/biðja um námsefni á .iBooks formatti. Það getur auðveldlega verið til í fleiri útgáfum líka.






No comments:

Post a Comment