Um verkefnið

Í verkefninu felst að allir nemendur 9. bekkjar skólans fengu afhenta spjaldtölvu við annarskil í janúar 2012 og munu hafa hana til afnota á skólaárinu þar til þeir útskrifast. Þann tíma verður markvisst þróunarstarf í notkun tækjanna í nánu samstarfi kennara, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila.

Meðal samstarfsaðila Norðlingaskóla í verkefninu eru Menntavísindasvið HÍ, Námsgagnastofnun, UTM og Epli.is.

Stýrihópur, skipaður fulltrúum þessara aðila, auk foreldra og nemenda, heldur utan um verkefnið og markar stefnuna.

Menntavísindasvið HÍ mun sjá um að meta verkefnið.



No comments:

Post a Comment