Hagnýt atriði

Uppsetning tækjanna



  • Hvort á að stilla tækið með aðgangi skólans eða nemandans?
  • Við kusum að útbúa Gmail fyrir hvern nemanda og Apple ID með sama notendanafn (en annað lykilorð). Tækið er því uppsett fyrir tiltekinn nemanda og þau öpp sem sótt eru fylgja honum. iPad er hugsaður þannig – enda er engin trygging fyrir því að ef öppin fylgdu tækinu að nemandi sem fengi tækið næst hefði not fyrir sömu öpp. 

  • Þýðir þetta að kaupa þarf öppin fyrir hvern nemanda? 
  • Já, í raun og veru. Og að þegar nemandi útskrifast þá á hann öppin áfram og getur notað á iOS-tækum sem hann kann að eignast. Öpp eru hugsuð líkt og vinnubækur frekar en textabækur. Þau kosta líka yfirleitt mun minna en bækur.

  • Ég er beðinn um greiðslukortanúmer við uppsetningu. Hvað geri ég?
  • Það þarf ekki greiðslukortanúmer, hægt er að velja greiðslukortalausan reikning. Ef sá möguleiki er ekki í boði er gott að tengja iPaddinn við iTunes í tölvu og setja upp þannig. Þá eru gjarnan meiri möguleikar. Það virtist oft handahófskennt hve erfitt var að komast framhjá kröfu um greiðslukort.

  • Hvað ef honum er stolið eða hann týnist?
  • Áður en nemendur fara með tækin úr skólanum þarf að sækja app sem heitir Find my iPhone og setja það upp. Með því er hægt að sjá hvar tækið er, sé það tengt við net, læsa því, láta það gefa frá sér hljóðmerki, senda skilaboð eða eyða út af því. Eins er mikilvægt að halda utan um hvaða nemandi fær hvaða iPad og skrá raðnúmer.

  • Hvernig merkið þið tækin?
  • Eftir þrjár vikur höfum við enn ekki merkt tækin með miðum. Við létum nægja að biðja nemendur að setja mynd af sér sem upphafsskjá og geyma tækin á ákveðnum stað eftir kennslu. Það tekur styttri tíma að ýta á takkann og sjá andlit þess sem á tækið en að lesa á miða.



Stilling tölvukerfis



  • Tölvukerfi Reykjavíkurborgar er með eldveggi sem stöðva ýmsa umferð sem nauðsynleg er svo iPad virki sem skyldi.
  • UTM hefur þennan þátt sérstaklega til athugunar. Þær „gáttir“ sem við höfum látið opna í eldveggnum eru að Gmail og Youtube. Við lendum samt í vandræðum. Nemendur lenda ítrekað í að Gmail neitar að sækja póst nema nemandinn skrái sig inn á póstinn á netinu. Þótt Youtube væri opnað gekk erfiðlega að sækja þangað myndbönd. Þetta er í vinnslu og við látum vita hver lendingin verður.
Kaup á öppum



  • Er ekki vafasamt að tengja greiðslukort við iPad nemandans?
  • Jú, það getur verið það. Best er að hafa einn reikning sem öpp eru keypt á og síðan send sem „gjafir“ á tæki nemenda.


Helstu tæknivandamál



  • Það getur verið vandamál að opna mjög stór skjöl í iPad. Bækur sem eru stærri en 20MB getur verið erfitt að opna hvort sem maður notar Dropbox, tölvupóst eða hlekk á Safari.

  • Möguleg lausn: Bækur fara aðallega yfir 20MB ef í þeim er mikið af myndböndum. Þá er annaðhvort hægt að hlaða þær upp í iTunes-verslunina (og þá er stærð ekki lengur vandamál við niðurhal) eða hafa myndböndin á Youtube og nota hlekk innan í bókinni sjálfri.

1 comment: