Tuesday, March 13, 2012

Sinfónía í pöddunni

Eitt bráðsniðugt tónlistarapp kallast WI Orchestra (frá Wallander Instruments). Grunnútgáfan er ókeypis en hægt er að kaupa fleiri hljóðfæri til að auka við úrvalið.


Hljóðfærin eru mjög áheyrileg og nemendur eiga auðvelt með að spila saman í litlum hópum. Eitt það skemmtilegasta við forritið er að hægt er að kveikja á hljóðnemanum og spila á pödduna eins og lúður, klarínett, flautu eða saxófón. Þá blæs maður á hljóðnemann og hann nemur styrkinn og leikur aðeins nótur þegar blásið er og hljóðið er því hærra sem blásturinn er kraftmeiri.


Hér má sjá stutt myndband um forritið:


No comments:

Post a Comment