Tuesday, March 13, 2012

Vandamál með Gmail

Við fórum þá leið að stofna gmail eftir forskriftinni nafnnemandanemi@gmail.com. Það er í samræmi við nafnkennarakennari@gmail.com sem við höfum notað ansi lengi. Við notuðum þau netföng sem Apple ID.

Það hefur ekki gengið þrautalaust. Þótt búið sé að opna fyrir Gmail í eldvegg skólans lenda nemendur oft í því að paddan geti ekki sótt póst. Þá þarf að logga sig inn á gmailinn úr tölvu og yfirleitt fara í gegnum einhvern staðfestingarferil. Þrír nemendur hafa lent í því að netföngum þeirra hefur verið lokað fyrirvaralaust.

Ástæðan er ókunn en hugsanlegt er að gmail tortryggi mikla umferð frá sömu IP-tölu og hafi einhver ofnæmisviðbrögð af þessu tæi.

Eftir á að hyggja hefðum við kannski átt að nota netföngin sem nemendur hafa fengið hjá UTM.

No comments:

Post a Comment