Thursday, March 1, 2012

Rafbækur eða pdf?

Þessa fyrirspurn fékk ég frá nemanda í vikunniu:


„Við í 9. bekk eigum að glósa úr bókinni Landafræði handa unglingum og erum við bara með hana í pdf skjali. Mér finnst það ekki nógu gott, þetta er bara ljósrit af bókinni og við getum ekki gert neitt við textann. Við höfum nefnilega þann möguleika að búa til bók í ibooks author sem gerir okkur kleyft að glósa miklu betur og finnst mér mjög leiðilegt að við getum ekki nýtt tæknina sem við höfum. Vonandi er hægt að breyt bókinni sem fyrst svo við getum lært betur.
Fyrirfram þakkir,“

Þessi nemandi er einn af þeim sem hafa náð mikilli færni í að nota iBooks sem glósuforrit. Við höfum ekki stýrt nemendum í eitt forrit frekar en annað en mjög margir hafa þegar uppgötvað kosti rafbóka umfram venjulegar bækur.

Vissulega má nota pdf-skjöl við nám með spjaldtölvum. Sum pdf glósuforrit eru meira að segja mjög góð (t.d. pdf-notes). 


En kosturinn sem iBooks hefur er að nemandi getur auðveldlega merkt við aðalatriði í texta með því að draga fingurinn yfir textann og bætt við eigin glósum ofan í það. Auk þess er auðvelt að rifja upp námsefnið því forritið býður upp á að birta eingöngu yfirstrikaðan texta.

Þá er auðvelt að nota forritið sem minnisspjaldaforrit.

Fyrstu vikurnar benda því eindregið til þess að nemendur séu fljótir að tileinka sér kosti rafbóka fram yfir venjulegar bækur.

No comments:

Post a Comment